Thursday, May 11, 2006

Long time no....visit

Er í kaupmannahöfn þessar vikurnar, er að vinna í tölvuleik. Þetta er ágætis reynsla en shit hvað mér leiðist eftir daginn. Einmanalegra held ég að það gerist ekki. Furðulegt nokk koma stórborgir alveg svakalega deprimerandi fyrir sjónir. Í dag fór ég út á strætóstopp, rétt áður en stærtó kom, skimaði ég yfir hópinn sem beið og blent fólksins lá strákur á mínum aldri á bakinu, meðvitundarlaus. Ég hrópaði yfir hópinn hvort það væri allt í lagi með hann, bjóst við að einhver hefði hringt á sjúkrabíl. Litið var á mig með hornauga og ekki svarað, og svo kom frá einhverri sálunni; jájá..
Hvar er samúðin með samfélögum sínum??? segi ég sem labbaði upp í strætó og fylgdist, í brunandi bussinum, með manninum sem hafði gengið út úr strætó og byrjað að pota í hann.
Ég skammast mín

3 comments:

Lára said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

Hæ Lára! Hvað segiru gott? Ég rakst á nafnið þitt í dísukommentum ocg ákvað að kíkja á síðuna þína:) Ertu ennþá glöð í Danmörku? Ég er enn í Stokkhólmi en fer heim að vinna í sumar, einhverntímann í júní... Láttu í þér heyra, eða skrifa!

Anonymous said...

Viborg segir ad tøu eigir ad koma tilbaka!!!!