Var á leiðinni heim í gær frá skólanum þegar ég varð vitni af heldur grófu atviki, ég er í stærtó þegar hjólreiðamaður missir jafnvægið og lendir út á götu, strætó nær rétt að víkja en keyrir yfir hluta af hjólinu hans og hjólreiðamaðurinn lendir á hlið strætósins. Ég vil taka það fram að klukkan var kringum 19.oo og enn hábjart og gatan full af fólki. Ég fer út úr strætó til að hjálpa manninum (hef lært eitthvað síðan síðustu reynslu) og sé að hjá honum standa þrír menn en þeir hlaupa svo í burtu. Ég hleyp út úr stætó (strætóbílstjórinn keyrir burt), og reyni skjálfhent að hringja í 112 en síminn virkar ekki önnur kona hringir og tilkallar lögregluna. Maðurinn er alblóðugur og það fossblæðir úr auga og andliti. Ég reyni að róa manninn og spyr hvað hafi gerst. Þessir þrír, sem ég by the way hélt að væru að hjálpa honum) höfðu slegið hann í höfuðið með grjóti þegar hann hjólaði fram hjá þeim með þeim afleiðingum að hann missir jafnvægið og lendir út á götu og fyrir strætó, þeir ráðast svo á hann þegar hann liggur og taka af honum veskið!
Aldrei hefur mér liðið jafnmáttlausri. Hvaða gagn er í, ekki einu sinni tuttugu og fjögurra gamallri listnemabrók? og allir aðrir sem voru vitni?? Hvar voru þeir?? Eftir að ég var búin að gefa skýrslu gekk ég grátandi heim. Það er einmanalegt í stórborgum.
Klamme kóngsins Köbenhavn >:(
2 comments:
úff!!! ég ætti kannski að vera bara fegin að hafa ekki komist í skólann í köben og fara bara sæl í litla smábæinn... hehe ;)
úff.. *orðlaus*
Post a Comment